Starfandi sáttamiðlarar
Sérhver einstaklingur á listanum hefur lokið námskeiði Sáttar í sáttamiðlun eða öðru sambærilegu námi sem félagið viðurkennir. Smellið á Nánar til þess að lesa meira um hvern sáttamiðlara fyrir sig, s.s. sérhæfingu og nám í sáttamiðlun.
Til að gæta hlutleysis þá útdeilir Sátt ekki málum til sáttamiðlara, heldur er það í höndum aðila að hafa samband við þann sáttamiðlara sem þeir vilja leita til.
Sáttamiðlarar birtast ekki í neinni sérstakri röð, heldur er hún valin af handahófi og uppfærð reglulega.
Sveindís Anna Jóhannsdóttir
Félagsráðgjafi MA, fjölskylduráðgjafi, handleiðari, sáttamiðlari
Tek að mér sáttamiðlun á sviði fjölskyldumála (skilnaður, stjúptengsl, forsjá, foreldrasamstarf, samskipti í fjölskyldum) og á vinnustöðum (samskipti á vinnustað, vinnustaðamenning, streita og kulnun). Er með áratuga reynslu af málefnum barna og fjölskyldna, endurhæfingu auk handleiðslu fagfólks og stjórnenda.
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson
Sáttamiðlari og sálfræðiráðgjafi. Eigandi Sáttamiðlunar ehf.
Tek að mér sáttamiðlun á öllum helstu sviðum. Vinnustaða sáttamiðlun – Forsjár- og umgengnis sáttamiðlun – Para og skilnaðar sáttamiðlun – Fjölskyldu sáttamiðlun - Eineltis sáttamiðlun – Nágranna sáttamiðlun – Viðskipta sáttamiðlun – Erfðar sáttamiðlun og Fasteigna sáttamiðlun.
Lilja Bjarnadóttir
Sáttamiðlari og lögfræðingur, eigandi Sáttaleiðarinnar ehf.
Tek að mér sáttamiðlun á öllum helstu sviðum. Í vinnumálum og viðskiptadeilum, fjölskyldumálum s.s. skilnaðarmálum og erfðamálum, samskiptaerfiðleikum og almenn ágreiningsmál. Kennari og einn af stofnendum Sáttamiðlaraskólans.
Vilborg Þ.K. Bergman
Lögfræðingur og sáttamiðlari
Sáttamiðlun í skilnaðarmálum, forræðismálum og umgengnismálum. Sáttamiðlun í stjórnsýslumálum og barnaverndarmálum. Sáttamiðlun í fjölskyldumálum og erfðamálum. Sáttamiðlun á vinnustað, í eineltismálum, nágrannadeilum og fasteignadeilum. Sáttamiðlun í viðskiptum.
Gyða Hjartardóttir
Félagsráðgjafi MA, aðjúnkt við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og starfandi sáttamiðlari.
Sérhæfing í fjölskyldu- og foreldraráðgjöf, skilnaðarráðgjöf, foreldrasamstarfi og stjúptengslum, umgengnis- og forsjármálum.
Valgerður Halldórsdóttir
Félags- og fjölskylduráðgjafi, og sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og starfandi sáttamiðlari. Ritstjóri stjuptengsl.is
Fjölskyldumál, skilnaður, stjúptengsl, umgengni, forsjá, foreldrasamstarf, ungt fólk, erfðamál, samskipti innan skóla og vinnustaðir.