top of page

Um félagið

Sátt er félag um sáttamiðlun og er sameiginlegur vettvangur þeirra sem vilja stunda sáttamiðlun og afla sér menntunar eða fræðslu á því sviði. Markmið Sáttar er:

  • að breiða út þekkingu á sáttamiðlun og friðsamri lausn ágreiningsmála

  • að mennta fólk í því að leysa deilur

  • að hjálpa fyrirtækjum, félögum og hópum að leysa samskiptavandamál

  • að standa að kynningu á kenningum og aðferðum sáttamiðlunar.

Að félaginu stendur bæði áhugafólk um sáttamiðlun og fagfólk á ýmsum sérsviðum, s.s. félagsráðgjöf, guðfræði, kennslu, lögfræði, sálfræði og sérfræðingar úr fleiri fagstéttum. Í Sátt er starfrækt fagdeild fyrir þá sem hafa aflað sér menntunar í sáttamiðlun og eru á lista yfir starfandi sáttamiðlara. 

Stjórn Sáttar 

Lög Sáttar

Hér er hægt að nálgast lög félagsins

Siðareglur

Hér er hægt að nálgast siðareglur félagsins

Samningur um sáttamiðlun

Hér er hægt að samning um sattamiðlun

Our Mission

Saga félagsins

Sátt – félag um sáttamiðlun var stofnað þann 22. nóvember 2005. Stofnfélagar voru 20, þverfaglegur hópur fagfólks, sem í störfum sínum aðstoðar fólk við lausn ágreiningsmála og persónulegs vanda.

Hvatinn að stofnun félagsins er margþættur en það einstaka tilvik, sem líklega réð þó mestu, er sú tilviljun að tíu íslendingar, félagsráðgjafar og lögfræðingar, sóttu ráðstefnu Nordisk Forum för Mekling og Konflikthantering í Skövde, Svíþjóð, í september 2004. Eldmóðurinn sem þátttakendurnir fluttu með sér heim, viðtökurnar sem þeir fengu frá öðrum fagfólki og síðast en ekki síst sá stuðningur sem stofnendur nutu frá reyndum norskum og dönskum sáttamönnum, gerði það að verkum að hægt var að hrinda í framkvæmd hugsjóninni um sáttamiðlun.

Héraðsdómari í Osló, Knut Petterson, dvaldi á Íslandi árið 2005 í persónulegum erindagjörðum en hann hafði sótt ráðstefnuna í Sködve. Skemmst er frá að segja að Knut gerðist boðberi sáttamiðlunar á Íslandi með námskeiðhaldi og lýsti þá vel eigin reynslu á sáttamiðlun í einkamálum og minniháttar sakamálum ungs fólks ásamt reynslu héraðsdómstóla í Noregi. Þann 22. maí 2005 boðaði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, til fundar á Hótel Sögu. Var Knut Petterson beðinn um að halda fyrirlestur um framkvæmd og reynslu “Konfliktråds” sem er eitt fyrirkomulag sáttamiðlunar í Noregi (Tilraunaverkefni með svipað fyrirkomulag voru sett á laggirnar á Íslandi þ.e. Hringurinn úrræði fyrir ósakhæfa og sáttmiðlun í opinberum málum). Á fundinum hvatti Knut fundarmenn til þess að stofna félag áhugafólks um sáttamiðlun og var það gert á haustmánuðum 2005.

Meðal þeirra fyrstu sem undirbjuggu nám og annaðist kennslu verðandi sáttamanna var Pia Deleuran, lögmaður og sáttamaður (cand. jur. et art og mediatoradvokat) í Kaupmannahöfn. Fyrir tilstuðlan Sáttar hélt hún t.d. fjölsótt námskeið um sáttamiðlun í Norræna húsinu þann 3. febrúar 2006. Mörg námskeið, fræðslufundir, ráðstefnur hafa verið haldin síðan á vegum Sáttar ásamt kennslu og námi í sáttamiðlun.

Einnig er að finna upplýsingar um sögu félagsins í eldri fréttum, sem nálgast má hér:

bottom of page