Þann 21. nóvember stóð Sátt fyrir ráðstefnu um sáttamiðlun þar sem við fengum Graham Boyack, framkvæmdastjóra Scottish Mediation í heimsókn til okkar. Sátt þakkar gestum á ráðstefnunni Bringing Mediation into the Mainstream kærlega fyrir komuna og Íslenskri erfðagreiningu fyrir afnot af salnum þeirra.
Þá var haldin vinnustofa um innleiðingu sáttamiðlunar þann 22. nóvember síðastliðinn og kenndi Graham þar nokkur góð verkfæri fyrir sáttamiðlara. Við þökkum umboðsmanni borgarbúa í Reykjavík kærlega fyrir frábæra aðstöðu.
Bình luận