Sátt hefur fundið fyrir auknum áhuga á sáttamiðlun undanfarin misseri og ákvað því að bjóða upp á nám á því sviði sem fékk nafnið Sáttamiðlaraskólinn og hófst 8. maí s.l.
Kennarar eru þær Lilja Bjarnadóttir LL.M. og Dagný Rut Haraldsdóttir LL.M. sem báðar sitja í stjórn Sáttar. Námið er fyrir alla þá sem vilja starfa sem sáttamiðlari eða nýta sáttamiðlun í starfi sínu. Námið er frábær leið til þess að auka við færni sína við úrlausn deilumála.
Fyrsta námskeiðið fylltist hratt og eru þátttakendur af öllum sviðum atvinnulífsins. Skráning er þegar hafinn á næsta námskeið sem haldið verður í haust. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Sáttar, https://www.satt.is/sattamidlaraskolinn
Kommentare