top of page

Fagdeild sáttamiðlara

Eftirfarandi var samþykkt á aðalfundi Sáttar þann 31. mars 2017

Félagsmenn sem lokið hafa námi í sáttamiðlun geta einnig sótt um aðild að fagdeild sáttamiðlara innan Sáttar. Félagar í fagdeild Sáttar skulu hafa lokið háskólaprófi. Félagsmenn í fagdeild Sáttar geta óskað eftir því við stjórn félagsins að komast á lista yfir starfandi sáttamiðlara sem birtur er á heimasíðu félagsins.

Félagsmaður sem óskar eftir að fara á listann skal lýsa því yfir með skriflegum hætti að hann muni fylgja siðareglum Sáttar að öllu leyti og sinna starfi sínu sem sáttamiðlari af kostgæfni og fagmennsku. Jafnframt skal hann leggja fram ferilskrá og staðfestingu á námi á sviði sáttamiðlunar, auk upplýsinga um sérhæfingu á sviði sáttamiðlunar sem birtar eru undir nafni viðkomandi á heimasíðunni ef beiðni hans er samþykkt.

Sáttamiðlari skal hafa lokið viðeigandi menntun á sviði sáttamiðlunar sem nemur að lágmarki 5 ECTS einingum. Stjórn Sáttar skal meta í hvert sinn hvort að menntun félagsmanns uppfylli framangreind skilyrði, en einnig er heimilt er að líta til annarrar menntunar og reynslu sem nýtist sáttamiðlara í störfum sínum.

Endurmenntun fagdeildar

​Sátt vill stuðla að því að sáttamiðlarar á heimasíðu félagsins búi yfir nægri faglegri þekkingu og reynslu til að geta annast faglega sáttamiðlun og þekki og starfi eftir siðareglum Sáttar. Með því að gera kröfur um endur- og símenntun sáttamiðlara er tryggt að þeir viðhaldi faglegri þekkingu sinni og fylgist með og tileinki sér þá þróun sem á sér stað í faginu. 

Umsókn í fagdeild

Eftirfarandi skref þarf til þess að klára umsókn í fagdeild Sáttar 

1. Fylla út umsóknarform hér að neðan. Þær upplýsingar eru notaðar í prófíl þinn á heimasíðu félagsins. 

2. Stjórn Sáttar fer yfir umsókn þína og sendir þér greiðsluhlekk fyrir félagsgjald. 

3. Greiða félagsgjald fagdeildar sem er 8,500 kr. 

bottom of page