fim., 19. mar.
|Sundlaugavegur 34
Viðburði frestað. Ágreiningur – vesen eða vannýtt tækifæri?
Sátt vekur athygli á flottum viðburði hjá Stjórnvísi þann 19. mars.
Tími & staðsetning
19. mar. 2020, 15:15 – 16:15
Sundlaugavegur 34, Sundlaugavegur 34, Reykjavík, Iceland
Nánar
Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt? Hvernig getum við nýtt þær til árangurs á vinnustöðum og í samskiptum við viðskiptavini?
Sjónarhorn okkar mótast af mörgum þáttum, meðal annars menntun og starfsreynslu en einnig tilteknum venjum og viðhorfum. Viðhorf okkar til ágreinings er einn þáttur. Sjáum við ólíkar skoðanir sem tómt vesen og skort á getu einstaklinga til samvinnu eða spennandi tækifæri til að finna bestu lausnina og efla samstarfið?
Þóra Björg Jónsdóttir er markþjálfi og ráðgjafi. Hún er einnig lögfræðingur og starfaði um árabil við fagið, meðal annars sem lögmaður, en ákvað svo að róa á ný mið með samskipti og stjórnun í forgrunni.
Þóra lærði markþjálfun í Háskólanum í Reykjavík og stofnaði í kjölfarið eigið fyrirtæki, STOKKU. Þar fæst hún við markþjálfun, stjórnendaþjálfun frá Leadership Management International Inc. og ráðgjöf. Þóra hefur lengi verið áhugasöm um samningatækni og sáttamiðlun og sótti námskeið í Sáttamiðlaraskólanum vorið 2019. Hún hefur nýtt aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar í ráðgjöf, hvort sem ágreiningur er aðalviðfangsefnið eða hluti þess, og einnig unnið með ágreiningsmál í markþjálfun með einstaklingum (conflict coaching).
Í lokin mun Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur, kynna Sátt, félag um sáttamiðlun, og námskeiðið Sáttamiðlaraskólann, sem félagið hefur staðið fyrir síðustu misseri, og hlotið hefur góðar viðtökur.
Viðburðurinn fer fram á Farfuglaheimilinu í Laugardal.
Athugið - Sátt tekur ekki á móti skráningum á viðburðinn, heldur fara þær fram hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/agreiningur-vesen-eda-vannytt-taekifaeri