Notkun sáttamiðlunar í afbrotamálum og Aðalfundur Sáttar
fim., 27. apr.
|Sálfræðistofan Höfðabakka
Tími & staðsetning
27. apr. 2023, 17:00 – 19:00
Sálfræðistofan Höfðabakka, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, Iceland
Nánar
Við bjóðum félaga í Sátt velkomin í spjall fyrir aðalfund félagsins.
Fundurinn hefst kl. 17:00 og mun Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands spjalla við okkur um notkun og möguleika á sáttamiðlun í afbrotamálum þ.m.t. kynferðisafbrotamálum.
Boðið verður upp á léttar veitingar og er því nauðsynlegt að skrá sig.
Staðsetning: Sálfræðistofan er að Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, gengið inn að aftan.
Höfðabakki 9 er tvær byggingar. Sálfræðistofan er í lægri byggingunni, ekki í bogahúsinu. Inngangurinn er baka til og aka þarf í kringum húsið. Sjá nánari leiðbeiningar hér.
Að því loknu verður haldinn aðalfundur Sáttar 2023.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi, í samræmi við lög félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Fjármál félagsins
- Ársreikningur kynntur og borinn upp til samþykktar
- Lagabreytingar
- Stjórnarkjör
- Ákveða árgjöld félagsmanna
- Önnur mál
Að þessu sinni er óskað eftir framboðum til stjórnar í 3 sæti auk formanns. Framboðstilkynningar sendist á satt@satt.is.