Stjórn Sáttar 2025
- Sátt
- May 29
- 1 min read
Þann 27. maí sl. var aðalfundur Sáttar haldinn á Hallveigarstöðum. Á dagskrá voru almenn aðalfundarstörf en ný lög voru samþykkt þar sem stjórnarmönnum var fækka úr sjö í fimm. Ekki þurfti að ganga til kosninga að þessu sinni þar sem allir stjórnarmenn sitja áfram en þær eru: Stefanía Halldórsdóttir formaður, Vilborg Bergman varaformaður, Ína Sigurðardóttir ritari, Þórhildur Kristjánsdóttir meðstjórnandi og Sigþrúður Erla Arnardóttir, meðstjórnandi.
Úr stjórn ganga: Áslaug Heiða Gunnarsdóttir og Rakel Linda Kristjánsdóttir. Við þökkum þeim samstarfið á liðnu ári.

Comments