top of page
Search
  • Writer's pictureSátt

Skráning hafin í Sáttamiðlaraskólann

Næsta námskeið hjá Sáttamiðlaraskólanum hefst þann 18. september næstkomandi og hefur verið opnað formlega fyrir skráningu.

Námskeiðið verður að þessu sinni kennt í Menningarhúsinu Gerðubergi í Breiðholti og fer fram annan hvern miðvikudag eftir hádegi (frá kl. 13:00-16:30). Allar nánari upplýsingar er að finna hér.


Viðtökur við fyrsta námskeiðinu sem fór fram á vormánuðum 2019 voru mjög góðar, og í könnun til nemenda sögðu 100% aðspurðra að það væri líklegt að þeir myndu mæla með námskeiðinu til annarra og yfir 70% töldu að námskeiðið myndi nýtast mikið í starfi.


Kennt er í litlum hópi (hámark 16 manns) og síðast myndaðist biðlisti á námskeiðið. Við hvetjum því fólk til þess að drífa í því að skrá sig, en skráning er til 17. september.




Recent Posts

See All

Aðsend grein. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Ágreiningsmál sem tengjast fasteignum eru margvísleg, svo sem milli kaupanda og seljanda vegna galla í fasteignum, milli eigenda í fjöleignarhúsum, milli le

Í síðasta tölublaði Lögmannablaðsins birtist grein eftir Inga Poulsen stjórnarmann Sáttar, þar sem hann fjallar um sáttamiðlun og tækifærin sem felast í því að nýta sáttamiðlun til að leysa ágreinings

bottom of page