Í síðasta tölublaði Lögmannablaðsins birtist grein eftir Inga Poulsen stjórnarmann Sáttar, þar sem hann fjallar um sáttamiðlun og tækifærin sem felast í því að nýta sáttamiðlun til að leysa ágreinings- og deilumál. Fjallað er um stöðu sáttamiðlunar á Íslandi í samanburði við hin norðurlöndin sem við berum okkur svo gjarnan saman við. Ísland er eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að nýtingu sáttamiðlunar. Sátt telur mikilvægt að hvetja til aukinnar notkunar á sáttamiðlun, því það sé samfélaginu öllu til hagsbóta.
Greinina má lesa í heild sinni hér og byrjar hún á bls. 22.
Comments