top of page
Search
  • Writer's pictureSátt

Fréttir frá aðalfundi Sáttar 2021

Aðalfundur Sáttar fór fram rafrænt þann 25. mars síðastliðinn og er hér meðfylgjandi fundargerð fundarins fyrir áhugasama.

Fundargerð aðalfundar Sáttar 25.03
.2021
Download 2021 • 118KB

Kosið var um tvö stjórnarsæti í stað Áslaugar Heiðu Gunnarsdóttur og Páls Ásgeirs Davíðssonar sem setið höfðu í stjórn frá árinu 2019. Tvö framboð bárust fyrir aðalfundinn og voru það þær Árdís Rut H. Einarsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem voru kjörnar í stjórn.


Hér má sjá skjáskot af nýskipaðri stjórn í lok aðalfundarins. Á myndinni eru frá vinstra horninu: Árdís, Lilja, Guðfinna, Þóra Björg, Ingi, Kristín og Svavar.

Á aðalfundinum var kynnt tillaga vinnuhóps úr fagdeild Sáttar um endurmenntunarskilyrði fagdeildarinnar, en sú vinna var sett af stað með lagabreytingu á aðalfundi 2020. Tillagan var svo formlega samþykkt á stjórnarfundi þann 16. apríl 2021. Framvegis þurfa því þeir sem vilja vera á lista yfir vottaða sáttamiðlara hjá Sátt að skila inn upplýsingum um reynslu, þekkingaröflun eða aðra virkni á sviði sáttamiðlunar samkvæmt skilgreindu punktakerfi. Sáttamiðlari þarf að afla sér 15 punkta yfir þriggja ára tímabil til þess að viðhalda vottun sinni. Fyrirkomulag þetta og útfærsla verður nánar kynnt fyrir fagdeild félagsins.


Endurmenntun fagdeildar
.pdf
Download PDF • 78KB

Einnig var á fundinum samþykkt verklag fyrir kvartanir sem berast vegna meintra brota á siðareglum Sáttar, en ekki hafði verið til skjalfest ferli fyrir slík atvik.


Siðareglur Verklag kvartana
.pdf
Download PDF • 75KB

Ný stjórn hefur þegar hafið störf og hlökkum við til að halda áfram að efla virkni sáttamiðlunar í íslensku samfélagi.Recent Posts

See All

Sáttamiðlun í fasteignamálum

Aðsend grein. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Ágreiningsmál sem tengjast fasteignum eru margvísleg, svo sem milli kaupanda og seljanda vegna galla í fasteignum, milli eigenda í fjöleignarhúsum, milli le

Sáttamiðlun - vannýtt verkfæri lögmanna?

Í síðasta tölublaði Lögmannablaðsins birtist grein eftir Inga Poulsen stjórnarmann Sáttar, þar sem hann fjallar um sáttamiðlun og tækifærin sem felast í því að nýta sáttamiðlun til að leysa ágreinings

Comments


bottom of page