top of page
Search
  • Writer's pictureSátt

Fræðslufundur: Sáttamiðlun í nágrannadeilum

Fjallað verður um möguleikann á því að nýta sáttamiðlun til þess að leysa ágreinings- og deilumál sem rísa á milli nágranna. Sérstakir gestir sem deila munu með okkur reynslu sinni og viðhorfi til sáttamiðlunar í nágrannadeilum verða Tinna Lyngberg, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu og Óskar Sigurðsson hrl. eigandi á LEX lögmannsstofu og aðjúnkt við lagadeild HÍ.

Lilja Bjarnadóttir sáttamiðlari og formaður Sáttar stýrir fundinum og mun fjalla stuttlega um hvernig hægt er að nýta aðferðafræði sáttamiðlunar til þess að grípa inn í ágreining og hvernig slík sáttamiðlun fer fram.

Markmið fundarins er fyrst og fremst að vekja athygli á sáttamiðlun sem úrræði í þessum málaflokki og skapa umræður um farsæla úrlausn ágreiningsmála milli nágranna.

Hvatt verður til umræðna og spurninga úr sal.

Hvar: Salur hjá Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a

Hvenær: 5. desember 2018, frá kl. 17-18

Fyrir hverja: Sátt býður hjartanlega velkomna alla þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um hvernig við getum notað sáttamiðlun til þess að leysa ágreiningsmál og deilur sem upp koma milli nágranna.

Recent Posts

See All

Sáttamiðlun í fasteignamálum

Aðsend grein. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Ágreiningsmál sem tengjast fasteignum eru margvísleg, svo sem milli kaupanda og seljanda...

Comments


bottom of page