top of page

Endurmenntun fagdeildar Sáttar

Eftirfarandi reglur voru samþykktar á aðalfundi Sáttar þann 25. mars 2021

I. Markmið með vottun á vegum Sáttar

Með því að öðlast vottun Sáttar sem sáttamiðlari er tryggt að þeir sáttamiðlarar sem vottunina bera búi yfir nægri faglegri þekkingu og reynslu til að geta annast faglega sáttamiðlun og þekki og starfi eftir siðareglum Sáttar. Með því að gera kröfur um endur- og símenntun vottaðra sáttamiðlara er jafnframt tryggt að þeir viðhaldi faglegri þekkingu sinni og fylgist með og tileinki sér þá þróun sem á sér stað í faginu.

II. Skilyrði vottunar

Aðili sem sækir um að vera skráður vottaður sáttamiðlari af Sátt skal uppfylla eftirtalin skilyrði:

  1. Hafa lokið námi í sáttamiðlun sem nemur 5 ECTS einingum.

  2. Félagar í fagdeild Sáttar skulu hafa lokið háskólaprófi 

 

III. Gildistími vottunar

Hver vottun skal gilda í 3 ár frá útgáfudegi. Á þeim tíma gefst vottuðum sáttamiðlara færi á að safna punktum í samræmi við IV. gr. með það að markmiði að viðhalda vottun.

IV. Viðhald vottunar

Sáttamiðlari sem sækist eftir því að endurnýja vottun hjá Sátt skal skila 15 reynslu- og þekkingarpunktum samanber neðangreint punktakerfi á þriggja ára vottunartímabili. Umframpunktar færast ekki milli vottunartímabila.

Screenshot 2022-08-12 at 15.29.10.png

Skila inn punktum. 

Vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan til að skila inn punktum.

 

bottom of page